Kokteill lækkar um 500 kr. vegna Costco

Ljósmynd/Facebook-síða Port 9

„Ég er bara að fikra mig aðeins áfram, sjá hvað er til og hvað er hægt að gera. Og ef ég fæ þetta á góðu verði þá náttúrlega nýtur almenningur líka góðs af því,“ segir veitingamaðurinn Gunnar Páll Rúnarsson, eða Gunni Palli á Vínbarnum eins og hann jafnan er kallaður.

Gunni Palli opnaði nýverið vínbarinn Port 9 við Veghúsastíg 9 en honum hefur tekist að lækka einhverja drykki á seðlinum eftir komu Costco til landsins. Meðal annars hefur kokteillinn Aperol Spritz lækkað um 500 krónur í verði hjá Port 9 síðan Gunni Palli fór að kaupa Prosecco, áfengi sem notað er í kokteilinn, í Costco.

„Ég lækka það sem ég er að nota,“ segir Gunni Palli, en einhverjar þeirra tegunda sem hann notar í sínum rekstri fást talsvert ódýrari í Costco en hjá öðrum birgjum. Hann skoðar nú fleiri vörur sem fást hjá Costco sem hugsanlega munu hafa í för með sér frekari verðlækkun.

„Ég er búinn að vera að prófa vínin hjá þeim og kampavínið til að sjá hvort ég taki það, þá lækkar það úr 2.200 niður í 1.800 krónur glasið. Ég er búinn að smakka það einu sinni en ég þarf að prófa það aftur,“ segir Gunnar Páll, sem segir gæðin ekki síður skipta máli.  Hann segist ekki bundinn neinum samningum við aðra birgja og hafi því ávallt verslað við þá aðila sem bjóða best kjör hverju sinni.

Veitingamaðurinn Gunnar Páll Rúnarsson rekur vínbarinn Port 9.
Veitingamaðurinn Gunnar Páll Rúnarsson rekur vínbarinn Port 9. Ljósmynd/Port 9
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK