Hyggjast lækka fyrirtækjaskatt í Svíþjóð

Magdalena Andersson, fráfarandi fjármálaráðherra Svíþjóðar, lengst til hægri. Stefan Löfven …
Magdalena Andersson, fráfarandi fjármálaráðherra Svíþjóðar, lengst til hægri. Stefan Löfven forsætisráðherra er við hlið hennar. AFP

Sænsk stjórnvöld hyggjast lækka skatta á fyrirtæki úr 22% í 20%, samhliða því sem dregið verði úr möguleikum skuldsettra fyrirtækja til þess að nýta sér skattafrádrátt. Þetta kemur fram í grein sem Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, skrifaði í sænska viðskiptablaðið Dagens Industri í gær.

„Fyrst og fremst munu þessar aðgerðir draga úr möguleikum fyrirtækja sem hyggjast nýta vaxtafrádrátt til skattahagræðingar,“ segir Magdalena Andersson í samtali við blaðið.

Markmið sænsku ríkisstjórnarinnar með tillögum að breyttum fyrirtækjaskatti er að jafna skattbyrði til hagsbóta fyrir þau fyrirtæki sem eru hlutfallslega meira fjármögnuð með eigin fé. Það eigi ekki síst við um minni fyrirtæki.

„Þetta snýst um aukið jafnvægi milli skattlagningar lánsfjár og eigin fjár og skapar þannig jafnara skattkerfi. Hugmyndin er að breytingin verði hlutlæg og að skattprósentan verði í kjölfarið lækkuð sem samsvarar auknum skatttekjum,“ segir fjármálaráðherrann.

Markmið stjórnvalda sé að draga úr óhóflegri nýtingu á skattahagræðingu og segir Magdalena Andersson tillögurnar í samræmi við nýlega ESB-tilskipun sem meðal annars kallar eftir að dregið verði úr skuldsetningu í atvinnulífinu og að viðnámsþróttur efnahagslífsins verði aukinn.

Tillögur sænskra stjórnvalda fara nú í umsagnarferli með það fyrir augum að ný skattalög verði innleidd um mitt næsta ár.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK