Róbert Wessman og félagar kaupa Birtíng

Eigendur Dalsins eru Árni Harð­­­­ar­­­­son, Hall­­­­dór Krist­­manns­­son­­, Hilm­­­­­­­ar Þór Krist­ins­­­­son, …
Eigendur Dalsins eru Árni Harð­­­­ar­­­­son, Hall­­­­dór Krist­­manns­­son­­, Hilm­­­­­­­ar Þór Krist­ins­­­­son, Jóhann G. Jóhanns­­­­son­­­­ og Róbert Wessman. Hver hluthafi á 20% hlut í félaginu. Aðsend mynd

Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. hefur keypt allt hlutafé í Birtíngi. Þetta er gert í kjölfar riftunar á kaupum Pressunnar ehf. á hlutafé í Birtíngi útgáfufélagi ehf. hinn 10. maí síðastliðinn.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Birtíngur gefur út Gestgjafann, Hús og híbýli, Vikuna og Nýtt líf.  Eigendur Dalsins eru Árni Harð­­­­ar­­­­son, Hall­­­­dór Krist­­manns­­son­­, Hilm­­­­­­­ar Þór Krist­ins­­­­son, Jóhann G. Jóhanns­­­­son­­­­ og Róbert Wessman. Hver hluthafi á 20% hlut í félaginu. Seljendur Birtíngs eru SMD ehf. (í eigu Hreins Loftssonar), Prospectus ehf. (í eigu Matthíasar Björnssonar) og Karl Steinar Óskarsson. Hreinn hefur verið stjórnarformaður og aðaleigandi Birtíngs síðastliðin 8 ár, Matthías fjármálastjóri frá sama tíma og Karl Steinar framkvæmdastjóri í fimm ár. Þeir Karl Steinar og Matthías halda áfram störfum sínum hjá félaginu. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Hafa lagt til talsverða fjármuni

Í tilkynningu er vitnað í Hrein sem segir að þetta séu verulega góð tíðindi ekki aðeins fyrir fyrri hluthafa heldur einnig fyrir starfsfólk, viðskiptavini og lánardrottna fyrirtækisins: „Nýir eigendur hafa lagt félaginu til talsverða fjármuni til niðurgreiðslu skulda og þar með lýkur þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Ég vil nota tækifærið og óska nýjum eigendum og starfsfólki velfarnaðar og þakka um leið starfsfólkinu, viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir gott samstarf á liðnum árum.“

Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun fyrirtækisins fyrir hönd hluthafa. Hann hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlun, bæði hér á landi og erlendis. Gunnlaugur er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Hann vann um fimm ára skeið sem blaðamaður hjá Reuters-fréttastofunni í Lundúnum og var ritstjóri Viðskiptablaðsins á árunum 2005-2007.

„Innan Birtíngs eru rótgróin vörumerki og nú þegar fjárhagslegri endurskipulagningu er lokið getur félagið nýtt þann góða grunn til frekari vaxtar á fjölmiðlamarkaði,“ er haft eftir Gunnlaugi.

Kaup Björns Inga gengu ekki eftir

Í nóvember á síðasta ári var greint frá því að Pressan ætlaði að kaupa Birtíng. Í síðasta mánuði var hinsvegar sagt frá því að kaupunum hefði verið rift vegna „fyr­ir­sjá­an­legra vanefnda á greiðslu kaup­verðs vegna mjög slæmr­ar fjár­hags­stöðu Press­unn­ar.“

Björn Ingi Hrafnsson, einn eigandi Pressunnar.
Björn Ingi Hrafnsson, einn eigandi Pressunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK