5,3% atvinnuleysi í maí

„Það einkennir íslenskan vinnumarkaði að atvinnuleysi eykst alltaf á vormánuðum …
„Það einkennir íslenskan vinnumarkaði að atvinnuleysi eykst alltaf á vormánuðum og þá sérstaklega í maí. Helsta ástæðan er aukin eftirspurn ungs fólks eftir atvinnu. Af öllum atvinnulausum í maí voru 61,7% á aldrinum 16-24 ára og var atvinnuleysi á meðal þeirra 17,6%,“ segir á vef Hagstofu Íslands. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

203.900 manns á aldrinum 16–74 ára voru að jafnaði á vinnumarkaði í maí 2017 samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Það  jafngildir 85% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.000 starfandi og 10.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 5,3%.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Samanburður mælinga fyrir maí 2016 og 2017 sýnir að atvinnuþátttaka lækkaði um 0,9 prósentustig. Fjöldi starfandi minnkaði um 600 manns og hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 2,1 stig. Atvinnulausum fjölgaði um 3.000 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu jókst um 1,4 stig.

„Það einkennir íslenskan vinnumarkaði að atvinnuleysi eykst alltaf á vormánuðum og þá sérstaklega í maí. Helsta ástæðan er aukin eftirspurn ungs fólks eftir atvinnu. Af öllum atvinnulausum í maí voru 61,7% á aldrinum 16-24 ára og var atvinnuleysi á meðal þeirra 17,6%,“ segir á vef Hagstofu Íslands.

Þar segir einnig að íslenskur vinnumarkaður sveiflist reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 200.600 í maí 2017 sem jafngildir 83,5% atvinnuþátttöku, sem er lækkun um 0,4 prósentustig frá apríl 2017.

Fjöldi atvinnulausra í maí var samkvæmt árstíðaleiðréttingunni 6.300 og fjölgaði um 1.400 manns frá áætluðum fjölda atvinnulausra í apríl. Hlutfall atvinnulausra jókst því á milli apríl og maí 2017 um 0,7 stig, úr 2,4% í 3,2%. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í maí 2017 var 80,9%, sem er 1,1 stigi lægra en í apríl.

„Þegar horft er til síðustu sex mánaða þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuleysi hefur lækkað um 0,3 prósentustig. Sama lækkun á einnig við um síðustu tólf mánuði. Hlutfall starfandi síðustu sex mánuði hefur hækkað um 0,5 stig og þegar horft er til þróunar síðustu tólf mánaða hefur hlutfallið aukist um 0,7 stig,“ segir á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK