Ætlar að ráða 2.500 flóttamenn í Evrópu

30.000 manns starfa hjá Starbucks í Evrópu. Á næstu fimm …
30.000 manns starfa hjá Starbucks í Evrópu. Á næstu fimm árum verða 8% þeirra flóttamenn. AFP

Kaffihúsakeðjan Starbucks ætlar að ráða til sín 2.500 flóttamenn í Evrópu næstu fimm árin. Það er um 8% af öllum starfsmönnum Starbucks í Evrópu en þeir eru í dag um 30.000 talsins.

Starbucks ætlar að vinna með samtökum í átta löndum, þ.e. Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Spáni, Portúgal og Holllandi en 370.000 flóttamenn settust að í Evrópu á síðasta ári.

Fyrirtækið greindi frá því í janúar að það myndi ráða 10.000 flóttamenn á stöðum sínum um allan heim og voru það viðbrögð fyrirtækisins við ferðabanni Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá ætlar Starbucks að ráða þúsund flóttamenn í Kanada á næstu fimm árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK