Ódýrari greiðsluleið í haust

Aðalgeir Þorgrímsson framkvæmdastjóri Sérlausna hjá RB.
Aðalgeir Þorgrímsson framkvæmdastjóri Sérlausna hjá RB.

Neytendur og söluaðilar geta sparað færslugjöld og færsluhirðingu þegar Reiknistofa bankanna, RB, hleypir af stokkunum nýrri leið fyrir farsímagreiðslur hér á landi í haust. „Kostnaður við þessa nýju greiðsluleið er minni þar sem miðlun greiðslna verður einfaldari,“ segir Aðalgeir Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Sérlausna hjá RB.

Hann segir í samtali við ViðskiptaMoggann að greiðsluleiðin gæti haft umtalsverð áhrif á greiðslumarkaðinn á Íslandi og skipt neytendur miklu máli. „Okkar áætlanir miða að því að þessi greiðsluleið verði jafnmikið notuð og aðrar greiðsluleiðir hér á landi eftir um það bil 3-5 ár.“

Nýja lausnin er frábrugðin öðrum lausnum að því leyti að greiðslur fara beint af innlánsreikningi greiðanda yfir á innlánsreikning móttakanda í stað þess að nota kredit- eða debetkortakerfin. Aðalgeir segir að lausnin auki öryggi greiðslna. 

Bætt við klukkan 7:10

RB, Reiknistofa bankanna, hefur skrifað undir samstarfssamning við danska félagið Swipp, um innleiðingu á nýrri lausn fyrir farsímagreiðslur hér á landi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„ Um er að ræða lausn sem gerir einstaklingum kleift að nýta farsímann til að greiða í verslun, millifæra og innheimta greiðslur. Hún er frábrugðin öðrum lausnum að því leyti að greiðslur fara beint af innlánareikningi greiðanda yfir á innlánareikning móttakanda í stað þess að nota kredit- eða debetkortakerfin. Swipp er í eigu 72 danskra banka og segir samstarfsamningurinn jafnframt til um það að þær viðbætur sem RB byggir við kerfið hérlendis geti einnig nýst á öðrum mörkuðum.

RB vinnur að innleiðingu lausnarinnar hér á landi og hefur hún ýmsa kosti umfram hefðbundin kortaviðskipti líkt og aukið öryggi greiðslna en önnur tæknihögun útilokar nær öll sviksemistilvik sem þekkt eru í kortaviðskiptum í dag. Jafnframt berast greiðslur verslunum strax við kaup á vörum og þjónustu. Í hefðbundnum kortaviðskiptum getur endanlegt uppgjör átt sér stað nokkrum dögum síðar. Ennfremur er kostnaður við þessa nýju greiðsluleið lægri þar sem að miðlun greiðslna verður einfaldari,“ segir ennfremur í fréttatilkynningu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK