Lítil breyting á setningu en mikil breyting á hugarfari

Rakel Tómasdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Aldís Pálsdóttir í …
Rakel Tómasdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Aldís Pálsdóttir í bolunum. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Elísabet Gunnarsdóttir bloggari og eigandi Trendnets og fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir hafa nú tekið höndum saman til styrktar Kvennaathvarfsins með sölu á stuttermabolum með áletruninni KONUR ERU KONUM BESTAR. Elísabet segir í samtali við mbl.is að áletrunin sé lítil breyting á gamallri línu en mikil breyting á hugafari. 

„Við Andrea deilum sömu sýn á það hvernig fólk á að koma fram við hvort annað. Okkur blöskraði smá við tilhugsunina um þann veruleika sem dætur okkar alast upp við. Það er miður að sjá hvað fólk leyfir sér stundum að segja um annað fólk og kannski sérstaklega á netinu,“ segir Elísabet í samtali við mbl.is.  

„Við vildum því reyna að hjálpa til við að breyta hugsunarhætti fólks og vera fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir.“

Þörf á að vekja fólk til umhugsunar

Hún segir þær hafa haft þessa hugmynd í maganum lengi. „Við erum báðar mjög jákvæðar og drífandi og fannst vera þörf á að vekja fólk til umhugsunar. Ég sem bý erlendis fann sérstaklega fyrir þessu „vibe-i“ þegar ég mætti til Íslands. Konur höfðu einhverjar tilhneigingu til að tala illa um hvora aðra, hvort sem það var á netinu eða þegar þær komu saman. Bolurinn passaði síðan vel þar sem þetta er það sem hátísku húsin hafa verið að sýna okkur undanfarið - sterkar konur sem ganga í bolum með sterkum skilaboðum. Þessi hvíti bolur og rauður varalitur eru lúkk sumarsins - það er því tilvalið að það fylgir einmitt varalitur með fyrstu 100 bolunum,“ segir hún en letrið á bolnum er hannað af Rakel Tómasdóttur. 

Andrea og Elísabet. „Við erum báðar mjög jákvæðar og drífandi …
Andrea og Elísabet. „Við erum báðar mjög jákvæðar og drífandi og fannst vera þörf á að vekja fólk til umhugsunar,'' segir Elísabet um samstarfið. Ljósmyndir/Aldís Pálsdóttir

Fer í sölu í dag

Allur ágóði af sölunni mun renna til Kvennaathvarfsins. Elísabet segir þann stað mjög mikilvægan sem vinni óeigingjarnt starf. „Okkur fannst það passa fullkomlega við okkar verkefni. Í Kvennaathvarfið leita allskonar konur, konur eins og við Andrea. Þær hafa lent í einhver konar erfiðleikum og mæta hjálp, ást og umhyggju í athvarfinu.. Við fengum einnig frábær viðbrögð frá konunum þar og það gleður okkar hjörtu,“ segir Elísabet.

Bolurinn fer í sölu í verslun Andreu við Laugaveg 72 klukkan 17 í dag og  kostar 5.990 krónur. Eins og fyrr segir rennur allur ágóði til Kvennaathvarfsins. Upplýsingar um viðburðinn má sjá hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK