Bjarki gengur til liðs við Takital

Sem hugbúnaðarsérfræðingur mun Bjarki taka virkan þátt í vöruþróun félagsins …
Sem hugbúnaðarsérfræðingur mun Bjarki taka virkan þátt í vöruþróun félagsins og sinna ráðgjafarstörfum fyrir viðskiptavini Taktikal í tæknilausnum sem tengjast greiðslumiðlun, uppbyggingu innviðakerfa og sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla. Aðsend mynd

Bjarki Heiðar Ingason hefur gengið til liðs við Taktikal. Hann mun jafnframt gerast meðeigandi í fyrirtækinu og starfa sem hugbúnaðarsérfræðingur í vöruþróun og ráðgjöf í netviðskiptum. Bjarki starfaði áður sem sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá Arion Banka á árunum 2006 - 2010, síðar sem yfirhönnuður hugbúnaðarþróunar hjá Liquid Barcodes A/S og hjá Spider Solutions A/S í Noregi. Síðast starfaði Bjarki sem tæknistjóri (CTO) hjá Skapalóni.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Sem hugbúnaðarsérfræðingur mun Bjarki taka virkan þátt í vöruþróun félagsins og sinna ráðgjafarstörfum fyrir viðskiptavini Taktikal í tæknilausnum sem tengjast greiðslumiðlun, uppbyggingu innviðakerfa og sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla. Bjarki er með Bsc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Það er einstaklega mikilvægt fyrir vaxandi fyrirtæki eins og okkur að fá Bjarka í lið með okkur. Hann kemur með verðmæta reynslu úr ört vaxandi tækniumhverfi í smásölu- og heilbrigðisgeiranum erlendis sem mun styrkja þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Vali Þór Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Taktikal en fyrirtækið er stofnað af fyrrum starfsmönnum fjármála- og tæknifyrirtækja og sérhæfir sig í ráðgjöf í netviðskiptum með áherslu á stafræna vöruþróun og sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK