Borga fyrir að hafa næstu sæti tóm

Flugvél Etihad Airways.
Flugvél Etihad Airways. Wikipedia

Nú ætlar flugfélagið Etihad Airways að bjóða viðskiptavinum sínum að geta borgað meira fyrir að vera lausir við sætisfélaga í ferðum félagsins. Farþegar geta keypt allt að þrjú aukasæti.

Fyrirkomulagið virkar þannig að fólk getur boðið í sætin þegar það bókar flugmiðann og þeir sem fá tilboð sín samþykkt fá að vita það 30 klukkustundum fyrir brottför. Fer það m.a. eftir framboði sæta í hverri ferð fyrir sig.

Hægt verður að bjóða í nágrannasætin frá og með 3. júlí.

„Þetta veitir gestum okkar tækifæri til þess að fá meira pláss, aukin þægindi og næði á góðu verði,“ sagði í yfirlýsingu Etihad.

Flugfélagið tók ekki fram hvort þetta væri hugsað sem leið til þess að græða á sætum sem væru hvort sem er tóm.

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK