Eva Cederbalk í stjórn Arion banka

Eva Cederbalk var í dag kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans. Þá var Þórarinn Þorgeirsson kjörinn í varastjórn í stað Bjargar Arnardóttur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Þar segir enn fremur að Cederbalk hafi mikla stjórnunarreynslu eftir að hafa starfað innan sænska fjármálakerfisins til margra ára.

Þannig hafi hún starfaði hjá Skandinaviska Enskilda Banken AB á árunum 1975-1998 og sinnt þar margvíslegum stjórnunarstörfum og verið forstjóri Netgiro Systems AB 2002-2003 og SBAB Bank AB 2004-2011. Hún er í dag forstjóri Cederbalk Consulting AB. Hún hefur setið í fjölmörgum stjórnum og var meðal annars stjórnarformaður Klarna AB 2009-2016 og sat í stjórn Íslandsbanka 2015-2016. Hún situr í dag meðal annars í stjórn Bilia AB og National Bank of Greece Group. Eva er með meistaragráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics.

Stjórn Arion banka skipa nú: Eva Cederbalk, Brynjólfur Bjarnason, Guðrún Johnsen, Jakob Már Ásmundsson, John P. Madden, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund og Þóra Hallgrímsdóttir. Kirstín er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni, aðrir eru tilnefndir af Kaupskilum.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK