Forlagið fær ekki gögnin

Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins.
Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. mbl.is/Styrmir Kári

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 12. apríl um að synja Forlaginu um afhendingu gagna. Um er að ræða trúnaðargögn að mati Samkeppniseftirlitsins. Gögnin eru upplýsingar sem keppinautar Forlagsins á markaði veittu Samkeppniseftirlitinu. 

Úrskurður áfrýjunarnefndarinnar í heild

Forlaginu var árið 2011 gert að greiða 25 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir brot á sam­keppn­is­lög­um. Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa síðan staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins en lækkað sektina í 20 milljónir króna.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu á sínum tíma kom fram að For­lagið hafi orðið til árið 2008 með samruna tveggja fyr­ir­tækja, þ.e. JPV út­gáfu ehf. og Vega­móta ehf. Við meðferð samruna­máls­ins hjá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu hafði For­lagið frum­kvæði að því að setja fram hug­mynd­ir að skil­yrðum sem ryðja myndu úr vegi sam­keppn­is­hindr­un­um sem eft­ir­litið hafði komið auga á. Sátt náðist í mál­inu þar sem For­lagið skuld­batt sig til að hlíta til­tekn­um skil­yrðum til að vinna gegn skaðleg­um áhrif­um samrun­ans.

Þá seg­ir, að með ákvörðun nr. 24/​2011 hafi Sam­keppnis­eft­ir­litið kom­ist að þeirri niður­stöðu að For­lagið hefði brotið gegn þess­um skil­yrðum.

„Fólust brot­in í því að For­lagið braut gegn banni við birt­ingu leiðbein­andi end­ur­sölu­verðs til smá­sala (14. gr.) og banni við því að veita bók­söl­um  af­slætti sem fælu í sér óeðli­lega mis­mun­un For­lags­ins á milli þeirra (15. gr.) Skil­yrðum þess­um var m.a. ætlað að tryggja að For­lagið myndi ekki raska sam­keppni í end­ur­sölu á bók­um. Sam­keppnis­eft­ir­litið lagði 25.000.000 kr. stjórn­valds­sekt á For­lagið vegna þess­ara brota,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

For­lagið skaut ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála.  Í sept­em­ber 2011 staðfesti áfrýj­un­ar­nefnd­in For­lagið hafi framið um­rædd brot og álögð sekt hafi verið hæfi­leg. For­lagið skaut úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar til dóm­stóla og í októ­ber 2014 staðfesti Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urð áfrýj­un­ar­nefnd­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK