Hlutabréf í Costco á niðurleið

Samkvæmt frétt Fortune hafa bréf Costco ekki lækkað jafn mikið …
Samkvæmt frétt Fortune hafa bréf Costco ekki lækkað jafn mikið á jafn stuttum tíma síðan í nóvember 2008.

Hlutabréf í bandaríska smásölurisanum Costco lækkuðu um 12,7% í síðustu viku. Lækkanirnar á bréfunum hófust af alvöru 16. júní síðastliðinn þegar greint var frá því að netverslunin Amazon ætli að kaupa matvörukeðjuna Whole Foods. Samkvæmt frétt Fortune hafa bréf Costco ekki lækkað jafn mikið á jafn stuttum tíma síðan í nóvember 2008.

Í frétt Fortune segir að kaup Amazon á Whole Foods hafi haft mikil áhrif á smásölugeirann í Bandaríkjunum en líka á matvöruframleiðendur og meira að segja lyfsala. Þá hafa hlutabréf í verslunarkeðjum eins og Kroger, Target og Wal-Mart lækkað frá því að tilkynnt var um kaupin.

Þá er því haldið fram að mögulega sé Costco viðkvæmari en aðrar keðjur í Bandaríkjunum fyrir breytingum á markaðinum vegna þess hversu lítið fyrirtækið treystir á netverslun.

Búist er við því að Amazon muni endurnýja að einhverjum hluta ímynd Whole Foods, m.a. með því að gera fólki kleift að fá vörur úr versluninni heim að dyrum í gegnum þjónustu Amazon.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK