Pósturinn í samstarf við Western Union

Þjónustan verður í boði á pósthúsum um land allt frá …
Þjónustan verður í boði á pósthúsum um land allt frá og með morgundeginum. Ljósmynd/postur.is

Pósturinn og Western Union hafa skrifað undir samstarfssamning þess efnis að þjónusta Western Union verði í boði á pósthúsum. Þjónustan verður í boði á pósthúsum um land allt frá og með morgundeginum.

Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Þar segir að Western Union er leiðandi fyrirtæki í millifærslu peninga á milli landa og þjónustar fyrirtæki jafnt sem einstaklinga um allan heim. Western Union er með stærsta útibúanet í heimi á sviði peningaflutninga og leggur mikla áherslu á að þróa nýja leiðir fyrir peningaflutninga til að þjónusta viðskiptavini sína sem best.

 „Við erum mjög áhugasöm fyrir samstarfinu og mun Western Union efla starfsemi pósthúsa um land allt. Pósturinn hefur lagt mikið upp úr því á síðustu árum að bæta við þjónustum á pósthúsum sem ætlað er að vera viðskiptavinum til hagsbóta og er þetta liður í því,“ er haft eftir Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Póstsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK