Verður nýtt sektarmet slegið?

AFP

Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun í vikunni birta úrskurð í máli bandaríska fyrirtækisins Google í vikunni en heimildir AFP fréttastofunnar herma að Google verði gert að ræða hæstu sekt sem fyrirtæki hefur verið gert að greiða í Evrópu.

Fyrra metið er í eigu bandaríska örgjörvaframleiðandans Intel frá árinu 2009 og er upp á 1,06 milljarða evra. Þrátt fyrir háa sekt er talið að annað muni hafa meiri áhrif á starfsemi Google í Evrópu því samkeppnisyfirvöld munu krefjast þess að Google breyti viðskiptaháttum sínum í Evrópu þannig að þeir falli að reglum ESB.

Fastlega er gert ráð fyrir að ákvörðun ESB verði kynnt á morgun eða miðvikudag. Heimildir AFP herma að sektin verði á bilinu 1,1 til 2 milljarðar evra. Þrátt fyrir að það yrði hæsta sekt sem samkeppnisyfirvöld ESB hafa lagt á fyrirtæki þá er þetta langt frá hámarkinu sem er 8 milljarðar evra, eða 10% af veltu Google í fyrra.

Framkvæmdastjórn ESB sakar Google um að setja eigin netverslanir í forgang þegar leitað er í leitarvél fyrirtækisins. Þrátt fyrir að bjóða ekki upp á besta verðið líkt og leitað er að. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK