Body Shop selt til Brasilíu

Body Shop.
Body Shop. AFP

Franska snyrtivörufyrirtækið L'Oreal tilkynnti í dag um sölu á The Body Shop en L'Oreal hefur átt Body Shop í áratug. Brasilíska snyrtivörufyrirtækið Natura Cosmeticos greiðir eina milljón evra, sem svarar til 116 milljarða króna, fyrir.

L'Oreal segir í tilkynningu til kauphallarinnar í París að skrifað hafi verið undir söluna eftir að framkvæmdastjórn þess samþykkti hana. Fyrirvari er gerður um áreiðanleikakönnun í Brasilíu og Bandaríkjunum en áætlað er að henni ljúki á þessu ári. 

Tilkynnt var um viðræðurnar 9. júní en breska fyrirtækið Body Shop var stofnað árið 1976 af Anitu Roddick. Undir hennar stjórn óx fyrirtækið og dafnaði enda með viðmið í gangi sem ekki öll snyrtivörufyrirtæki höfðu í heiðri. Svo sem bann við tilraunum á dýrum o.fl.

L'Oreal keypti fyrirtækið árið 2006 á 940 milljónir evra en síðan þá hefur gengi félagsins fallið. Í fyrra dróst veltan saman um 4,8% og hagnaður um 3,7%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK