Lyfjaforstjórinn ákærður fyrir fjársvik

Martin Shkreli fyrir utan dómshúsið í New York í gær.
Martin Shkreli fyrir utan dómshúsið í New York í gær. AFP

Réttarhöld eru hafin yfir fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækisins Retrophin, Martin Shkreli, en hann er ákærður fyrir fjársvik.

Fjársvikin, sem hann neitar, tengjast Retrophin og vogunarsjóði sem hann stýrði. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi.

BBC fjallar um málið en Shkreli, sem er 34 ára gamall, komst í fréttirnar árið 2015 þegar fyrirtæki hans hækkaði verð á Daraprim, alnæmislyfi, úr 13,50 Bandaríkjadölum í 750 dali hverja töflu. Þetta tengist hins vegar á engan hátt réttarhöldunum í New York nú. 

Saksóknarar saka hann um að stýra bókhaldsbraski þar sem eignir Retrophin voru notaðar til að greiða upp skuldir eftir að vogunarsjóðurinn MSMB Capital Management tapaði milljónum Bandaríkjadala. Er talið að Shkreli hafi svikið fjárfesta um 11 milljónir Bandaríkjadala. 

Shkreli stýrði lyfjafyrirtækinu Turing þegar hann hækkaði verðið á Daraprim. Í fjölmiðlafárviðrinu sem fylgdi var honum lýst sem hataðasta manninum í Bandaríkjunum en hann varði sig með því að lyfið væri sérstaklega sérhæft. 

Hann lét af störfum sem forstjóri Turing árið 2015 eftir að hafa verið handtekinn sakaður um fjársvik. Hann hefur verið laus gegn tryggingu síðan þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK