Útiloka ekki peningaþvætti til hryðjuverka

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að í samtölum sínum við embættismenn hafi hann orðið þess áskynja að þeir hafi ekki viljað útiloka að peningaþvætti til hryðjuverka hafi verið reynt hér á landi.

Kemur þetta meðal annars fram í skriflegu svari ráðherrans við fyrirspurn Morgunblaðsins vegna ummæla hans um peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi sem ríkislögreglustjóri veit engin dæmi um.

Í viðtali við síðdegisútvarp RÚV sl. fimmtudag um tillögur starfshópa um aðgerðir gegn skattsvikum og peningaþvætti sagði fjármálaráðherra að til væru dæmi þar sem menn hefðu haldið að verið væri að senda peninga til Íslands til þess að þvo þá og gera heiðarlega til að nýta til vopnakaupa í hryðjuverkum.

Embætti ríkislögreglustjóra býr þó ekki yfir neinum upplýsingum um slíkt, samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Benedikt segir í skriflegu svari, þegar leitað er skýringa: „Í skýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2014 kemur fram að peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra bárust 453 peningaþvættistilkynningar upp á sex milljarða króna það ár. Í skýrslum embættisins er ekki nefnt dæmi um að staðfest hafi verið að um hryðjuverkaþvætti hafi verið að ræða, en í ársskýrslu peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2006 er bent á að með vaxandi alþjóðavæðingu og frelsi í fjármagnsflæði milli ríkja hafi peningaþvætti orðið alþjóðlegt vandamál í viðskiptum og stór þáttur í alþjóðlegri glæpastarfsemi, s.s. fíkniefnaviðskiptum og hryðjuverkum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK