Einar Pálmi stjórnarformaður Já

Ný stjórn Já. Kjartan Ólafsson, Birna Ósk Einarsdóttir og Einar …
Ný stjórn Já. Kjartan Ólafsson, Birna Ósk Einarsdóttir og Einar Pálmi Sigmundsson. Ljósmynd Birgir Ísleifur Gunnarsson

Ný stjórn Já hf. var kjörin á aðalfundi félagsins nýverið. Hana skipa Einar Pálmi Sigmundsson, stjórnarformaður, Birna Ósk Einarsdóttir og Kjartan Örn Ólafsson. Einar Pálmi tekur við stjórnarformennsku af Katrínu Olgu Jóhannesdóttur sem seldi nýverið hlut sinn í félaginu.

Einar Pálmi tók sæti í stjórn Já hf. í upphafi ársins en hann starfar sem fjárfestingarstjóri hjá Virðingu hf. Einar hefur starfað um árabil á fjármálamarkaði eða frá árinu 1993, bæði sjálfstætt og hjá fyrirtækjunum H.F. Verðbréfum, Arion banka, Kaupþingi og Íslandsbanka. Einar er með MBA gráðu frá Erasmus University Rotterdam frá árinu 2004 og Cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands frá árinu 1993.

Birna Ósk Einarsdóttir kemur ný inn í stjórn Já hf. Hún tók nýverið við sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs hjá Landsvirkjun en áður starfaði hún hjá Símanum eða frá árinu 2002 og frá árinu 2014 sem framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs. Birna situr einnig í stjórn Skeljungs. Hún útskrifaðist frá HR árið 2008 með mastersgráðu í stjórnun og stefnumótun. Birna er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og AMP (Advanced Management Program) gráðu frá IESE Business School á Spáni.

Kjartan Örn Ólafsson hefur setið í stjórn Já hf. frá árinu 2011. Hann er framkvæmdastjóri nýsköpunarfélagsins Volta ehf og stofnandi tæknifyrirtækja í New York, þar á meðal Basno Inc. og BlockSign.

Kjartan var framkvæmdastjóri á viðskipta- og þróunarsviði fjölmiðlarisans Bertelsmann Inc. í New York frá 2005-2010. Kjartan situr í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og samtaka bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi þar á meðal hjá Brunni vaxtarsjóði, Watchbox, Hörpu tónlistarhúsi og UNICEF.  Kjartan las heimspeki og rökfræði til B.A.-prófs við Háskóla Íslands og Háskólann í Genúa á Ítalíu, og lauk MBA-gráðu frá Harvard.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK