Fljúga tvisvar á dag til Íslands

British Airways-þotur á Heathrow-flugvelli.
British Airways-þotur á Heathrow-flugvelli. AFP

Kínverskir ferðamenn eru stærsti farþegahópurinn í þotum breska flugfélagsins British Airways sem munu fljúga hingað tvisvar á dag frá Heathrow á næsta ári. Þar með bjóðast ríflega 11 ferðir á dag til höfuðborgar Bretlands frá Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Haustið 2015 hóf British Airways aftur að bjóða upp á áætlunarferðir til Íslands. Þá voru á boðstólum þrjár ferðir í viku en síðastliðinn vetur var flugið starfrækt allt að daglega. Forsvarsmenn British Airways sjá hins vegar tækifæri í auknu Íslandsflugi og munu þotur British Airways því fljúga til Íslands tvisvar á dag allan næsta vetur. Brottfarirnar frá Keflavíkurflugvelli verða á dagskrá í hádeginu og aftur um kaffileytið. 

Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá London Heathrow en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta.

Íslenskir farþegar á leið til Asíu hafa líka verið duglegir að nýta sér flugið samkvæmt svari frá breska félaginu en þar segir að með því að auka umferðina til Íslands í vetur bæti BA sérstaklega þjónustuna við viðskiptaferðalanga en fyrir þann hóp sé mikilvægt að hafa úr fleiri ferðum að moða. Samkvæmt heimasíðu British Airways kosta ódýrustu farmiðar félagsins til London 4.640 krónur en þeir miðar eru án farangursheimildar

Sjá frétt Túrista í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK