Iða Brá nýr framkvæmdastjóri hjá Arion banka

Iða Brá er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með …
Iða Brá er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjármálum frá Erasmus Graduate School of Business í Hollandi og með próf í verðbréfaviðskiptum.

Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka og tekur við starfinu 1. júlí. Iða Brá hefur setið í framkvæmdastjórn bankans frá febrúar 2016 þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Iða Brá tekur við starfinu af Helga Bjarnasyni sem nýverið hætti störfum hjá bankanum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

Fyrst um sinn mun Freyr Þórðarson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, jafnframt sinna starfi framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs.

Iða Brá er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjármálum frá Erasmus Graduate School of Business í Hollandi og með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá hefur starfað hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999 þegar hún hóf störf í greiningardeild bankans. Frá þeim tíma hefur hún gegnt ýmsum störfum innan bankans, m.a. verið forstöðumaður samskiptasviðs, einkabankaþjónustu og í fjárstýringu bankans. Iða hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja; Sparisjóðs Ólafsfjarðar, AFL sparisjóðs, fasteignafélagsins Landfesta og HB Granda hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK