Metumferð um vegi en fjárfesting lítil

Þrátt fyrir að umferð hafi aukist mikið undanfarin ár hefur …
Þrátt fyrir að umferð hafi aukist mikið undanfarin ár hefur fjárfesting í vegakerfinu verið hlutfallslega mun minni síðustu sex ár en áratugi þar á undan.

Undanfarin sex ár hefur fjárfesting hins opinbera á sviði vegasamgangna numið um 0,9% af vergri landsframleiðslu. Tvo áratugi þar á undan nam þessi fjárfesting um 1,6% af vergri landsframleiðslu. Þrátt fyrir mikinn hlutfallslegan samdrátt hefur hagvöxtur síðustu ára að stórum hluta verið byggður á samgöngum landsins og er þar horft til uppgangs ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins.

Þar kemur fram að undanfarin ár hafi fjárfestingar á sviði vegasamgangna rétt náð að halda í við afskriftir samkvæmt þjóðhagsreikningum og vegasamgöngur því ekki náð að vaxa í samræmi við aukið vægi vegasamgangna fyrir þjóðarbúið.

Fjárfesting í vegasamgöngum dróst saman eftir hrun og var í …
Fjárfesting í vegasamgöngum dróst saman eftir hrun og var í fyrra enn vel undir meðaltali áranna 1990-2010. Graf/Samtök iðnaðarins

„Er þetta lága stig fjárfestinga í samgöngum farið að sýna sig í verri gæðum samgangna enda hefur umferð aukist stórlega á sama tíma. Segja má að álagið á vegum landsins hafi aldrei verið meira en umferð um hringveginn var t.d. 44% meiri á fyrstu fimm mánuðum þessa árs en á sama tíma fyrir fimm árum síðan,“ segir í greiningunni.

Hvetja samtökin til þess að stemma sigu við þessar þróun og skapa þannig svigrúm fyrir frekari hagvöxt með því að setja frekari fjármuni í innviðafjárfestingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK