Reginn hættir við að kaupa U6 ehf.

Urðarhvarf 6 í Kópavogi.
Urðarhvarf 6 í Kópavogi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Reginn hefur ákveðið að falla frá fyrirhuguðum kaupum á félaginu U6 ehf. Var það gert eftir að endanlegar niðurstöður áreiðanleikakannana lágu fyrir.

Þann 21. desember 2016 var tilkynnt um undirritun kauptilboðs á milli Regins hf. og eigenda fasteignafélagsins U6 ehf., um kaup Regins á öllu hlutafé í félaginu. Fram kom að kauptilboðið væri m.a. með fyrirvörum um áreiðanleikakannanir.

Kaupin á U6 miðuðust við að heild­ar­virði eigna­safns fé­lags­ins væri 2.700 millj­ón­ir króna. Vænt arðsemi fjár­fest­ing­ar­inn­ar fyr­ir árið 2017 er um 6,7%.

Fast­eigna­safn U6 sam­an­stend­ur af tveim­ur fast­eign­um, Urðar­hvarfi 6 og Vík­ur­hvarfi 8 í Kópa­vogi. Heild­ar­fer­metra­fjöldi fast­eigna­safns­ins er 10.290 fer­metr­ar, að stærst­um hluta skrif­stofu­hús­næði. Útleigu­hlut­fall fast­eigna­safns­ins er 100% og eru nú­ver­andi leigu­tekj­ur um 224 millj­ón­ir króna á árs­grund­velli. Leigu­tak­ar eru þrír og þar af er Mann­vit hf. stærsti leigutak­inn með lang­tíma­leigu­samn­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK