Hagar lækkuðu um 4,26 prósent

Hagar lækkuðu í Kauphöllinni í dag.
Hagar lækkuðu í Kauphöllinni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagar hf. lækkuðu um 4,26 prósent í Kauphöllinni í dag í 672 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna hafði lækkað um 9,7 prósent þegar tæpar 20 mínútur voru frá opnun markaða í morgun en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gær.

Við opnun markaða í morgun stóð gengi bréfanna í 41,1 krónu en endaði í 39,35 í lok dags. Í afkomuviðvöruninni sem félagið sendi frá sér í gær var varað við því að breytt markaðsstaða muni hafa áhrif á afkomu annars ársfjórðungs fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallarinnar sagði að ljót væri að breytt samkeppnisumhverfi hefði áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins, þó að of snemmt væri að segja til um hver áhrifin verði á afkomu næstu ársfjórðunga eða til framtíðar.

Hagar hafa lækkað um rúm 27 prósent á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK