Óraunhæft að flytja út notaða bíla

Óraunhæft er að flytja notaða bíla út til sölu á …
Óraunhæft er að flytja notaða bíla út til sölu á erlendum mörkuðum. mbl.is/Sigurður Bogi

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir það óraunhæft að notaðir bílaleigubílar verði fluttir út til endursölu á erlendum mörkuðum.

„Ef ríkið veitti skattafslátt vegna útflutnings, sem mér þykir ólíklegt, þá myndi hann ekki nægja til þess að selja bílana á samkeppnishæfu verði á erlendri grundu,“ segir hann í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Verðið á notuðum bílum hér sé hærra en á helstu mörkuðum í Evrópu, við bætist flutningskostnaður og bílunum sé ekið á malarvegum sem þekkist ekki víða í Evrópu.

Bílaumboðum er stundum legið á hálsi fyrir að lækka ekki verð á notuðum bílum nógu hratt þegar gengi krónu styrkist og nýir bílar verða ódýrari. 

„Sú gagnrýni á að einhverju leyti rétt á sér,“ segir Egill. Það fari þó eftir bílaumboðum hve töfin sé löng. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK