Vöruskiptin óhagstæð um 12,8 milljarða

Hagstofa Íslands hefur birt bráðabirgðatölur um vöruskipti í júní.
Hagstofa Íslands hefur birt bráðabirgðatölur um vöruskipti í júní. mbl.is/Árni Sæberg

Í júní nam fob-verðmæti vöruútflutnings 45,2 milljörðum króna og fob-verðmæti vöruinnflutnings 58,0 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob-verðmæti, voru því óhagstæð um 12,8 milljarða króna.

Hagstofan birtir þessar tölur í dag en fyrr í vikunni greindi hún frá því að fyrstu fimm mánuði árs­ins voru flutt­ar út vör­ur fyr­ir 199,2 millj­arða króna en inn fyr­ir 266,4 millj­arða króna fob (284,3 millj­arða króna cif). Halli var því á vöru­viðskipt­um við út­lönd sem nam 67,2 millj­örðum króna, reiknað á fob-verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöru­viðskipt­in óhag­stæð um 49,5 millj­arða á gengi hvors árs. Vöru­viðskipta­jöfnuður­inn var því 17,7 millj­örðum króna lak­ari en á sama tíma árið áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK