Bréf Icelandair Group á uppleið

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Styrmir Kári

Hlutabréf Icelandair Group hafa hækkað um 5,1% í Kauphöllinni það sem af er degi. Félagið greindi frá flutningstölum sínum fyrir síðasta mánuð í gær. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 15,25 krónum.

Félagið flutti um 488 þúsund farþega í júní og voru þeir 11% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Sæta­nýt­ing jókst þá á sama tíma frá 83,7% í 85,4%, þrátt fyr­ir að fram­boð sæta hafi einnig verið aukið um 11%.

Þá jókst fjöldi seldra gistinátta á hót­el­um fé­lags­ins um 5% sam­anborið við júní í fyrra. Her­bergja­nýt­ing hafi hins veg­ar minnkað, hafi nú verið 80,0% miðað við 84,5% á síðasta ári.

Gengi félagsins í Kauphöllinni hefur ekki enn náð sér á skrið síðan bréf félagsins féllu töluvert í verði í febrúar í kjölfar afkomuviðvörunar. Þá fóru bréfin úr 22,1 krónu í 16,8 krónur á sólarhring.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK