Færri bóka gistingu með stuttum fyrirvara

Erlendum hótelgestum fækkaði á höfuðborgarsvæðinu í maí og samkvæmt uppgjöri …
Erlendum hótelgestum fækkaði á höfuðborgarsvæðinu í maí og samkvæmt uppgjöri Icelandair Group fyrir júní lækkaði herbergisnýting á hótelum fyrirtækisins úr 84,5% niður í 80%. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stærstu hótelkeðjur landsins upplifa það æ oftar að fólk bóki síður gistingu með stuttum fyrirvara og að hópar afbóki gistingu sem leiðir af sér minni herbergisnýtingu. Erlendum hótelgestum fækkaði á höfuðborgarsvæðinu í maí og samkvæmt uppgjöri Icelandair Group fyrir júní lækkaði herbergisnýting á hótelum fyrirtækisins úr 84,5% niður í 80%.

Þetta kemur fram í frétt Túrista.

Þar er vitnað í svar Davíðs Torfa Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslandshótela, við fyrirspurn Túrista þar sem segir að keðjan upplifi fyrrnefnd atriði en hótelkeðjurnar tvær, Íslandshótel og Icelandair Hotels, hafa samtals á að skipa hátt í 3.500 hótelherbergjum út um allt land.

Í frétt Túrista er bent á að gistináttatölur Hagstofu Íslands fyrir júní liggi ekki fyrir fyrr en í lok þessa mánaðar en samkvæmt tölunum fyrir maí fækkaði gistinóttum útlendinga á höfuðborgarsvæðinu lítillega í þeim mánuði. Það var í fyrsta skipti síðan í september 2013 að samdráttur varð í fjölda erlendra hótelgesta í Reykjavík og nágrenni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði hins vegar gistinóttunum um nærri tíund í maí síðastliðnum en aftur á móti fjölgaði útlendu gestunum á Suðurnesjum um meira en helming eins og sjá má töflunni fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK