Hagar eigi eftir að svara fyrir sig

Gengi Haga í Kauphöllinni lækkaði um 4,26% í gær í …
Gengi Haga í Kauphöllinni lækkaði um 4,26% í gær í kjölfar afkomuviðvörunar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það er ekki óeðlilegt að sala Haga hafi minnkað fyrstu vikurnar eftir opnun Costco, að sögn Bjarka Péturssonar, sölu- og markaðsstjóra Zenter, og segir hann það sama eflaust eiga við aðra íslenska aðila á smávörumarkaðinum. Bendir hann á að íslensku keðjurnar eigi að vissu leyti eftir að svara fyrir sig þegar kemur að Costco og áhrifum þess á markaðinn.

Magnminnkun ekki óeðlileg þegar allir eru að prófa Costco

Bréf Haga lækkuðu um 4,26% í Kauphöllinni í gær, en daginn áður sendi félagið frá sér afkomuviðvörun þar sem m.a. kom fram að breytt samkeppnisumhverfi muni hafa áhrif á afkomu félagsins. Þar kom m.a. fram að magn­minnk­un í ein­ing­um í mat­vöru­versl­un­um sam­stæðunn­ar hafi verið upp á 9,4% og að viðskipta­vin­um hafi fækkað um 1,8% á milli ára.

Bjarki telur alveg ljóst að Hagar muni fara aftur upp í Kauphöllinni. „9,4% magnminnkun er ekki óeðlileg fyrstu vikurnar þegar allir eru að prófa að fara í Costco,“ segir Bjarki í samtali við mbl.is. „Þeir eiga eftir að svara fyrir sig en það mun taka einhverjar vikur að vinna aftur til baka það sem þeir höfðu og það sama á við aðrar búðir í landinu.“

Bjarki Pétursson, sölu- og markaðsstjóri Zenter.
Bjarki Pétursson, sölu- og markaðsstjóri Zenter. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Verður að kynnast viðskiptavinum sínum betur

Bjarki hefur fylgst grannt með viðbrögðum íslensku keðjanna við komu Costco og segir þær standa sig að mörgu leyti mjög vel. Hann gagnrýnir þó að fæstar íslensku verslananna leggi það á sig að kynnast viðskiptavinum sínum og skapa náið samband við þá.

„Þetta tekst Costco strax með aðildarklúbbnum sínum,“ bendir Bjarki á og segir að íslenskar verslanir verði að byggja upp sterkara samband við viðskiptavini sína. „Tryggðin við margar verslanir virðist vera minni en maður gerði ráð fyrir sem hlýtur að vera ákveðið umhugsunarefni.“

Hann segir þetta eina stærstu áskorunina sem íslenska verslunin stendur frammi fyrir, þ.e. að reyna að „eignast“ viðskiptavini sína með framúrskarandi þjónustu og fá vonandi um leið stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra til framtíðar.  Besta leiðin er að byggja upp beint samband við neytendur þar sem rödd viðskiptavina heyrist skýrt og greinilega og hætta að treysta á að „þetta reddist“. „Þar eru mikil sóknarfæri fyrir íslenska verslun,“ segir Bjarki.

Klárt nýjabrum í gangi

Bjarki segir þó mikilvægt að muna að nú eru íslensku verslanirnar að keppa við annað stærsta fyrirtæki í heimi og að auðvitað hafi Íslendingar verið spenntir fyrir að prófa Costco. En það má líka ekki gleyma því að margar vörur eru ódýrari í Bónus til dæmis en í Costco.

„Það er alveg klárt nýjabrum í gangi gagnvart Costco og verður áfram næstu mánuði. En íslensku keðjurnar eiga eftir að sýna sín spil,“ segir hann og bætir við að öll samkeppni sé góð og skili sér í betri verslun fyrir alla á Íslandi.

En ég held að íslensku keðjurnar eigi alveg eftir að svara fyrir sig, Hagar koma aftur til baka ef ég þekki þá rétt.“

„Það er alveg klárt nýjabrum í gangi gagnvart Costco og …
„Það er alveg klárt nýjabrum í gangi gagnvart Costco og verður áfram næstu mánuði. En íslensku keðjurnar eiga eftir að sýna sín spil,“ segir hann og bætir við að öll samkeppni sé góð og skili sér í betri verslun fyrir alla á Íslandi. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK