Samstarf við Bandaríkin á sviði alþjóðlegrar þróunar jarðhita

Baldur Pétursson, verkefnisstjóri alþjóðlegrar verkefna og kynningar hjá Orkustofnun og …
Baldur Pétursson, verkefnisstjóri alþjóðlegrar verkefna og kynningar hjá Orkustofnun og Paul Hueper, framkvæmdastjóri orkuáætlana, hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu undirrituðu samkomulagið, sem er í framhaldi af viðræðum um slíkt samstarf á umliðnum misserum. Aðsend mynd

Þann 16. júní sl. var undirritað samkomulag um samstarf á sviði alþjóðlegrar þróunar jarðhita, á milli Orkustofnunar og Orkudeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins the U.S. Department of State: Bureau of Energy Resources (ENR). 

Baldur Pétursson, verkefnisstjóri alþjóðlegrar verkefna og kynningar hjá Orkustofnun og Paul Hueper, framkvæmdastjóri orkuáætlana, hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu undirrituðu samkomulagið, sem er í framhaldi af viðræðum um slíkt samstarf á umliðnum misserum. 

Á vef Orkustofnunnar kemur fram að helsta markmið samkomulagsins sé að styðja og efla þróun jarðhita í þriðju löndum með samstarfi um þjálfun og aðstoð á sviði, tækni, auðlindanýtingar og regluverks.   

Stefnt er að því að  samningsaðilar nýti tæknilega, lagalega og stjórnunarlega reynslu landanna við þróun jarðhitaverkefna á svæðum sem bjóða upp á slíka möguleika. Stuðlað verði að samstarfi stofnana, háskóla og einkaaðila á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Með samningnum, mun ENR bjóða opinberum stofnunum, menntastofnunum og einkaaðilum á sviði jarðhita í Bandaríkjunum, að kosta stjórnun og þjálfun á ákveðnum sviðum til að þróa nýtingu jarðhita.       

„Orkustofnun mun leggja fram sérfræðiþekkingu á sviði jarðhita og auðlindanýtingar, skilgreina  mögulega vinnufundi og aðstoða við skipulag og hönnun á alþjóðlegum verkefnum  samkomulagsins,“ segir á vef Orkustofnunnar.

„Samningsaðilar geta boðið aðilum frá öðrum löndum að taka þátt í samstarfi innan ramma samningsins, s.s. stofnunum, háskólum, rannsóknaraðilum, einkaaðilum og öðrum opinberum aðilum. Kostnaður viðkomandi aðila yrði borinn af þeim sjálfum.“

Samkomulagið má finna hér  og tók það gildi við undirritun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK