FME segir sjóðfélaga ráða séreign

mbl.is/Ómar

Í dreifibréfi til lífeyrissjóða, sem fjármálaeftirlitið birti í frétt á heimasíðu sinni í gær, ítrekar eftirlitið að sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráði sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður.

Bréfið er sent út í tilefni breytinga sem urðu á lífeyriskerfinu frá og með síðustu mánaðamótum þegar framlag atvinnurekenda hækkaði um 1,5% upp í 10% af launum og launþegum bauðst að setja allt að 2% af launum í svokallaða tilgreinda séreign. „Vegna villandi fréttaflutnings og upplýsinga á heimasíðum lífeyrissjóða ákvað Fjármálaeftirlitið að senda lífeyrissjóðum dreifibréf þar sem ítrekað er að þeir sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráði sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður,“ segir á heimasíðu FME.

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis-lífeyrissjóðs, sagði í frétt Morgunblaðsins um málið á sínum tíma að skýrt kæmi fram að viðbótariðgjaldið skyldi greiðast í þann sjóð sem skylduaðildin byggðist á. Í sama streng tók Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, en breytingin er grundvölluð á samkomulagi ASÍ og SA frá því í janúar 2016.

Í dreifibréfinu fer Fjármálaeftirlitið fram á að lífeyrissjóðir upplýsi sjóðfélaga sína um rétt sinn til að ráðstafa séreignarhluta iðgjalds vegna lágmarkstryggingaverndar til annars aðila. Þá fer Fjármálaeftirlitið fram á að lífeyrissjóðir yfirfari heimasíður sínar og fjarlægi villandi upplýsingar um framangreint og leiðrétti fréttaflutning sinn ef tilefni er til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK