Hlutabréf Icelandair á flugi

Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu mest í Kauphöllinni í dag eða um 4,3%. Við lok markaða stóðu bréf félagsins í genginu 15,7 krónur. Bréfin hækkuðu líka á föstudaginn en þá fór gengið úr 14,5 krónum í 15,05 krónur.

Almennt séð var dagurinn frekar grænn í Kauphöllinni en Icelandair Group hækkaði langmest. Marel hækkaði um 1,59% og Reginn um 1,3% en aðrar hækkanir voru minni en 1%. Tvö félög lækkuðu í Kauphöllinni, HB Grandi um 0,6% og Nýherji um 1,5%.

Bréf Haga hækkuðu um 0,9% eftir erfiða daga fyrir helgi þar sem gengið lækkaði töluvert í kjölfar afkomuviðvörunar. Gengi Haga er nú 38,5 krónur en stóð í 41,5 krónum fyrir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK