Hrein gjaldeyriskaup námu 69,9 milljörðum

Viðskipti Seðlabankans námu 32% af veltu á gjaldeyrismarkaði á fyrri …
Viðskipti Seðlabankans námu 32% af veltu á gjaldeyrismarkaði á fyrri hluta ársins, en á sama tímabili árið 2016 höfðu kaupin numið um 57% af veltu. mbl.is/Ófeigur

Seðlabanki Íslands keypti gjaldeyri af viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði fyrir um 75,2 milljarða króna á fyrri hluta ársins en seldi gjaldeyri fyrir 5,3 milljarða. Hrein kaup námu því 69,9 milljörðum króna.

Viðskipti Seðlabankans námu 32% af veltu á gjaldeyrismarkaði á fyrri hluta ársins, en á sama tímabili árið 2016 höfðu kaupin numið um 57% af veltu. Í mars seldi Seðlabankinn gjaldeyri á gjaldeyrismarkaði í fyrsta sinn frá því í nóvember 2014 og síðan á ný í júnímánuði.

Þetta kemur fram í skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis. „Í öllum tilfellum hafði salan þann tilgang að stöðva keðjuverkun á markaðnum, þ.e. mikla veikingu þar sem sama lága upphæðin gekk á milli markaðsaðila eins og heit kartafla,“ segir í skýrslunni.

Í skýrslunni er bent á að gengi krónunnar hafi lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar eftir hraða hækkun á seinni hluta síðasta árs. „Skammtímasveiflur það sem af er ári hafa einnig verið nokkru meiri en síðustu tvö ár. Stefnt er að því að skammtímasveiflur verði minni á næstunni í samræmi við það markmið að draga úr sveiflum í gengi krónunnar,“ segir í skýrslunni.  Þá segir að viðskipti bankans á gjaldeyrismarkaði munu markast af því að ekki er þörf fyrir frekari stækkun gjaldeyrisforða og að hætta á tímabundnu ofrisi krónunnar í aðdraganda losunar fjármagnshafta hefur minnkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK