Nordic Store kaupir Álafoss

Verslunin er staðsett í gömlu ullarverksmiðjunni í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ.
Verslunin er staðsett í gömlu ullarverksmiðjunni í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtækið Nordic Store hefur keypt verslunina Álafoss sem staðsett er í gömlu ullarverksmiðjunni í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Starfsemi Álafoss hófst árið 1896. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

Eigendur Nordic Store eru þeir Bjarni Jónsson og Hafsteinn Guðbjartsson og reka þeir nokkrar verslanir í Reykjavík undir því nafni en verslunin Álafoss mun verða rekin áfram undir sama nafni. 

„Álafossverslunin hefur um áratuga skeið verði eftirsótt verslun, bæði hjá íslensku áhugafólki um ullar- og heimilisiðnað og þá ekki síður hjá þeim sem sækja Ísland heim og hafa áhuga á íslensku ullinni, hvort heldur til að kaupa íslenskan lopa eða afurðir úr honum. Á síðustu árum hefur þessi hópur stækkað í samræmi við aukna komu erlendra gesta og hefur vöruúrvalið aukist í versluninni og meira orðið um almenna minjagripi sem ekki eiga uppruna sinn í íslenska lopanum,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að nýir eigendur ætli að breyta því og eru nú þegar farnir að færa Álafoss nær uppruna sínum. „Þá hefur afgreiðslutíminn verið lengdur og nú opnar verslunin kl 8:00 á morgnana og er opin til 20:00 á kvöldin og nú er opið alla daga vikunnar en áður hafði verið lokað á sunnudögum. Það telja þeir ríkan þátt í aukinni þjónustu við gesti og viðskiptavini,“ segir í fréttatilkynningu.
 
„Við ætlum að færa Álafoss nær upprunanum og taka út að mestu vöruliði sem hafa ekki beint með íslensku ullina að gera. Við munum þannig einblína á íslenska lopann, handprjónaðar peysur og aðrar vörur sem eiga uppruna sinn frá lopanum af íslensku sauðkindinni. Á sama tíma ætlum við að opna verslunina meira, bæði rýmið og opnunartímann og gera hana þannig aðgengilegri,“ er haft eftir Bjarna Jónssyni, öðrum eiganda The Nordic Store. „Innst inni í versluninni verður sett upp fallegt kaffihús með léttum veitingum og þar verður hægt að ganga út á veröndina og sitja þar og njóta náttúrufegurðarinnar við ána og horfa á Álafossinn þar sem áin rennur inn í kvosina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK