Telja að Kvikmyndasjóður hafi brotið reglur

Ófærð 2 hefur hlotið vilyrði fyrir 60 milljóna króna styrk …
Ófærð 2 hefur hlotið vilyrði fyrir 60 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði. SÍK telur að reglur hafi verið brotnar þegar það var gert. Stilla úr Ófærð

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutun á 60 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði. Heimild til að veita vilyrði um framleiðslustyrk er m.a. bundin því skilyrði að fullbúið handrit liggi fyrir og er í reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ekki að finna undantekningar frá því skilyrði. Vilyrði fyrir styrk var því veitt í andstöðu við skýrt og afdráttarlaust ákvæði reglugerðarinnar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Þar segir að SÍK hafi sent formlegt erindi til forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, KMÍ, með afriti á mennta- og menningarmálaráðherra þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmd á úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði.

Fjallað var um málið í Fréttablaðinu fyrir helgi. Þar kom fram að Ófærð 2 hafi hlotið vilyrði fyrir 60 milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þó svo að handrit þáttanna væri ekki tilbúið. Að sögn Fréttablaðsins eru framleiðendur nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins. 

„Í erindinu er kallað eftir endurskoðun á verklagi við úthlutun styrkja. Það er ósk samtakanna að íslenskur kvikmyndaiðnaður blómstri á komandi árum enda ljóst að eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni er mikil. Kvikmyndasjóður og KMÍ spila þar lykilhlutverk og að mati SÍK er gott samstarf milli kvikmyndaiðnaðarins og stjórnvalda forsenda þess að tryggja farsæld greinarinnar og aukin verðmæti,“ segir í fréttatilkynningu frá SI. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK