Hækkun húsnæðisverðs aðeins meiri í Hong Kong

Húsnæðisverðið á Íslandi hækkaði um 16,01% milli ára fyrstu þrjá …
Húsnæðisverðið á Íslandi hækkaði um 16,01% milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt úttekt Global Property Guide. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ísland er í öðru sæti á lista gagnagrunnsins Global Property Guide, sem skoðar húsnæðisverð í heiminum fyrstu þrjá mánuði ársins. Hong Kong er í fyrsta sætinu en kínverska borgin Shanghai í því þriðja.

Buisness Insider greinir frá listanum og nítján efstu löndum hans. Þar kemur fram að á Íslandi og á Írlandi hafi mátt sjá mestu hækkunina á húsnæðisverði í Evrópu, samhliða sterkum hagvexti. Húsnæðisverðið á Íslandi hækkaði um 16,01% milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt úttekt Global Property Guide. 

Í Hong Kong nam hækkunin 17,27% en hækkunin milli ársfjórðunga nam 3,93%. Í Shanghaí nam hækkunin 13,16%.

Í fjórða sæti listans má finna Kanada en þar hækkaði verðið um 11,7% og 8,91% á Írlandi sem er í fimmta sætinu. Svartfjallaland er í því sjötta með 8,68% hækkun og Rúmenía því sjöunda með 7,61% hækkun. Frændur okkar í Noregi eru í áttunda sæti með 7,38% hækkun.

Listann í heild má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK