Nýr ritstjóri hjá Fons Juris

Arnaldur lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2008 og framhaldsnámi …
Arnaldur lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2008 og framhaldsnámi frá Yale Law School árið 2013 með hæstu mögulegu einkunn. Hann hefur gefið út fræðirit og tímaritsgreinar á sviði lögfræði.

Arnaldur Hjartarson, aðjunkt við lagadeild Háskóla Íslands og aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn, hefur verið ráðinn í stöðu fræðilegs ritstjóra hjá Fons Juris ehf. Fyrirtækið starfrækir stærsta leitanlega safn lögfræðilegra heimilda hérlendis.

Hlutverk fræðilegs ritstjóra er að stýra útgáfuferli Fons Juris, taka þátt í vali á ritum til útgáfu, móta ritrýnireglur, hafa milligöngu í samskiptum höfunda og ritrýnenda sem og almennt gæðaeftirlit með fræðiskrifum.

Arnaldur lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2008 og framhaldsnámi frá Yale Law School árið 2013 með hæstu mögulegu einkunn. Hann hefur gefið út fræðirit og tímaritsgreinar á sviði lögfræði.

Á næstunni hyggst Fons Juris gefa út nýja útgáfu af gagnasafni sínu og birta í safninu þær bækur sem félagið hefur gefið út. Gefur það þeim sem starfa við lögfræði á Íslandi tækifæri á að tengja saman fræðibækur og aðrar heimildir í fyrsta skipti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK