Vika í opnun Jamie's Italian

Jamie's Italian við Austurvöll.
Jamie's Italian við Austurvöll. mbl.is/Baldur Arnarson

Veitingastaðurinn Jamie‘s Italian á Hótel Borg verður opnaður eftir viku, 18. júlí. Um helgina verður hann þó opinn fyrir sérstaka gesti sem fá að prófa matseðilinn.

Reksturinn er m.a. í höndum Jóns Hauks Baldvinssonar sem segir í samtali við mbl.is að töluverðar framkvæmdir hafi þurft að gera í rýminu áður en hægt var að opna. „Þetta hefur tekið töluverðan tíma. Við byrjuðum á fullu í mars og erum að opna í næstu viku,“ segir Jón Haukur í samtali við mbl.is. „Þetta eru miklar breytingar á staðnum, við erum búin að koma fyrir pitsuofni í Gyllta salnum og opna inn í eldhús,“ útskýrir hann.  

Þrívíddarmynd af rýminu. Eftir viku verður staðurinn opnaður.
Þrívíddarmynd af rýminu. Eftir viku verður staðurinn opnaður.

Þessa dagana stendur yfir þjálfun starfsmanna á staðnum sem fólk frá Jamie‘s Italian í Bretlandi annast. Að sögn Jóns Hauks er ekki gert ráð fyrir því að sjálfur Jamie Oliver verði við opnunina en að von sé á honum í haust.

Jamie‘s Italian á Íslandi birti í gær myndband af Jamie Oliver þar sem lýsir hversu spenntur hann sé fyrir opnuninni í Reykjavík. „Ég trúi þessu varla, ég er svo stoltur,“ segir Oliver m.a. og að hann elski bæði Ísland og Reykjavík. Þá segist hann jafnframt telja að staðurinn verði góð viðbót við veitingastaðaflóruna í borginni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK