Harma tafir á landbúnaðarsamningi

SVÞ harma tafir á samþykkt landbúnaðarsamnings.
SVÞ harma tafir á samþykkt landbúnaðarsamnings.

Samtök verslunar og þjónustu harma að tafir hafi orðið á gildistöku landbúnaðarsamnings Íslands og ESB. Gildistaka samningsins er háð samþykki bæði íslenskra stjórnvalda og ESB. Árið 2016 samþykkti Alþingi samninginn fyrir hönd Íslands en ESB hefur ekki samþykkt samninginn. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Upphaflega var gert ráð fyrir að samningurinn kæmi til framkvæmda um næstu áramót. SVÞ hafa hins vegar borist þær upplýsingar frá utanríkisráðuneyti að samningurinn hafi enn ekki verið staðfestur af hálfu ESB og samkvæmt sömu upplýsingum mun mál þetta koma á dagskrá Evrópuþingsins í september,“ segir jafnframt í tilkynningu. 

Ef ESB mun samþykkja samninginn mun hann ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi 1. apríl 2018. „Harma SVÞ þann drátt sem rekja má til atvika er varða samþykkt hans innan ESB,“ segir í tilkynningu.  

Umræddur samningur felur í sér að felldir verða niður tollar af alls um 101 tollnúmeri. Tollar munu jafnframt falla niður á vörum eins og súkkulaði, sætu kexi, pitsum og fylltu pasta svo fátt eitt sé nefnt. Samningurinn felur einnig í sér að tollkvótar verða stórauknir á kjöti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK