Spáir áframhaldandi verðlækkun á eldsneyti, mat og drykk

Deildin spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,3% milli …
Deildin spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,3% milli mánaða í júlí og vega þar áhrif af sumarútsölum þyngst, líkt og síðastliðin ár. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan standa í 1,6%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Greiningardeild Arion banka spáir áframhaldandi verðlækkun á eldsneyti, mat og drykk ásamt tómstundum og menningu. Þó spáir hún því að lækkunin verði töluvert minni en í síðasta mánuði.

Deildin spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,3% milli mánaða í júlí og vega þar áhrif af sumarútsölum þyngst, líkt og síðastliðin ár. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan standa í 1,6%.

Að mati greinigardeildarinnar muni  sumarútsölurnar hafa mest áhrif á verðlag í júlí, líkt og síðastliðin ár. Því er spáð að föt og skór lækki um 10,6%, sem er dálítið minni lækkun en á sama tíma og í fyrra. „Föt og skór hækkuðu minna í ár þegar vetraútsölurnar gengu til baka og spáum við því vægari útsöluáhrifum í júlí,“ segir í greiningunni. Bent er á að verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hafi verið að lækka jafnt og þétt undanfarin misseri, en hefur verðþróun síðustu mánuði verið nokkuð ólík því sem hefur gerst undanfarin ár.

„Að vissu leyti má reka þessar lækkanir til aukinnar samkeppni, en einnig hefur gengisstyrkingin haft sitt að segja. Þótt krónan hafi verið að gefa eftir undanfarnar vikur teljum við líklegt að töluverð töf sé á áhrifum gengissveiflunar, og búumst við áframhaldandi verðhjöðnun innfluttra vara næstu mánuði. Við spáum því að húsgögn og heimilisbúnaður haldi áfram að lækka og lækki um tæplega 1% í júlí mánuði,“ segir í greiningunni en hana má sjá í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK