WOW air er eins og Icelandair 2015

Fyrstu sex mánuði ársins hafi farþegum WOW air fjölgað um …
Fyrstu sex mánuði ársins hafi farþegum WOW air fjölgað um nærri 650 þúsund á meðan viðbótin hjá Icelandair nam um 200 þúsund farþegum.

Á fyrri helmingi ársins flaug Icelandair með rétt um helmingi fleiri farþega en WOW air. Á sama tíma í fyrra var munurinn á íslensku flugfélögunum tveimur nærri þrefaldur. Þetta kemur fram í frétt Túrista. 

Þar segir að fyrstu sex mánuði ársins hafi farþegum WOW air fjölgað um nærri 650 þúsund á meðan viðbótin hjá Icelandair nam um 200 þúsund farþegum. Stærðarmunurinn á félögunum tveimur minnkar því hratt en á fyrri helmingi ársins sátu rúmlega 1,7 milljónir farþega um borð í þotum Icelandair en 1,2 milljónir flugu með WOW air.

„Til samanburðar flutti Icelandair um 1,3 milljónir farþega á fyrri helmingi ársins 2015 eða litlu fleiri en WOW air gerði á fyrri helmingi þessa árs. Í farþegum talið er WOW air í dag álíka stórt flugfélag og Icelandair var fyrir tveimur árum síðan,“ segir í frétt Túrista. Þar er bent á að bilið á milli þessara tveggja langumsvifamestu flugfélaga á Keflavíkurflugvelli hafi minnkað hratt síðustu misseri eða allt frá því að WOW air hóf flug til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum.  

Þá segir jafnframt að í þessum mánuði muni WOW taka í gagnið nýja Airbus A321neo-flugvél og samkvæmt tilkynningu verður flugfélagið það fyrsta til að nota þess háttar þotu í áætlunarflug í Evrópu. Þar með verða þoturnar í flugflota WOW air 17 talsins og samtals rúma þær 3.338 farþega eða 196 að jafnaði. Í þeim 30 flugvélum sem Icelandair hefur á að skipa eru 5.805 sæti og meðalsætafjöldinn því 193,5. 

Á næsta ári fær Icelandair afhent fyrstu eintökin af Boeing MAX-þotunum en félagið gekk frá pöntun á sextán slíkum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót. MAX-þoturnar eru minni en núverandi þotur og taka annars vegar 153 farþega og hins vegar 172.

Icelandair-þota á Keflavíkurvelli.
Icelandair-þota á Keflavíkurvelli. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK