Breytingar hjá Bryggjunni

Bryggjan Brugghús.
Bryggjan Brugghús. mbl.is/Árni Sæberg

Breytingar hafa orðið á eignarhaldi veitingastaðarins Bryggjan brugghús við Grandagarð í Reykjavík. Bjarnar ehf., sem átti 45% í félaginu, hefur keypt út meðeigendur sína Forval, sem átti 30%, og Skientia ehf., sem átti 15%. Elvar Ingimarsson sem átti 10% hlut, mun halda sínum eignarhlut eftir viðskiptin.

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt tveggja ára ferli,“ segir Fjóla Guðrún Friðriksdóttir í samtali við ViðskiptaMoggann, en hún er eigandi Forvals ásamt eiginmanni sínum Haraldi Jóhannssyni.

Bjarnar keypti einnig húsnæði veitingastaðarins, sem var í einkaeigu Fjólu og Haraldar. Kaupverð er trúnaðarmál, að sögn Fjólu. „Það ganga allir sáttir frá borði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK