Nýr nýsköpunarsjóður hefur störf

Helga Valfells, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir ætla að …
Helga Valfells, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir ætla að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum.

Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital sem fjárfestir í ungum tæknifyrirtækjum sem ætla að vaxa hratt á alþjóðamörkuðum hefur hafið störf. Hann var stofnaður formlega 7. júlí síðastliðinn.

Crowberry Capital er 7 til 10 ára nýsköpunarsjóður. Hann mun kaupa hlutabréf í allt að 15 nýsköpunarfyrirtækjum á næstu árum. Stærð sjóðsins er 4 milljarðar við fyrstu lokun. Lífeyrissjóðir og einkafjárfestar eru bakhjarlar sjóðsins. Áhersla verður á tæknifyrirtæki, t.d. matvælatækni, heilbrigðistækni, orkutækni, fjármálatækni, tölvuleiki og hugbúnað til fyrirtækja. 

„Við höfum unnið að undirbúningi þessa sjóðs frá því í desember 2016 og við erum þakklátar því trausti sem fjárfestar í Crowberry I slhf sýna okkur. Við munum leggja okkur fram við að skila fjárfestum góðum hagnaði.  Það hafa jafnframt margir  úr atvinnulífinu hvatt okkur áfram og kunnum við þeim miklar þakkir,“ segir Helga Valfells, stofnandi Crowberry Capital GP, í tilkynningu. 

Rekstrarfélagið, Crowberry Capital GP ehf., sem er stofnað af þremur fyrrverandi starfsmönnum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, þeim Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýju Ruth Hrafnsdóttur, mun sjá um rekstur Crowberry I slhf. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK