350 íbúðir, verslun og hótel á Heklureit

Vinningstillagan frá Yrki arkitektum.
Vinningstillagan frá Yrki arkitektum. Skjáskot

Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hug­mynda­sam­keppni um framtíðar­skipu­lag á svæðinu meðfram Laugavegi þar sem Hekla er nú til húsa. Í tillögunni er gert ráð fyrir að biðstöð fyrir Borgarlínuna eins og lagt var upp með þegar efnt var til keppninnar. 

Borg­ar­stjóri og for­stjóri Heklu skrifuðu í maí und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ing­una og verður hún sam­stillt við fyr­ir­hugaðan flutn­ing höfuðstöðva Heklu í Suður-Mjódd, en unnið er að því hjá Reykja­vík­ur­borg að gera þá lóð út­hlut­un­ar­hæfa. Gert er ráð fyr­ir að fjöldi íbúða á svæðinu geti verið 320 – 350 íbúðir.

Tillagan sýnir blandaða byggð íbúða, verslana, hótels og bílakjallara. Meðfram Laugaveginum liggur Borgarlínan og við Laugaveg 176 er gert ráð fyrir biðstöð og stóru torgi. Þá liggur göngugata langsum gegnum byggðina. Hér má skoða vinningstillöguna nánar. 

Skipholtið sett í öndveg

Það sem tekur við er að vinna rammaskipulag á grunni tillögunnar og vinna hana í takti við það sem álit dómnefndar gefur til kynna,“ segir Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. 

Stefnt er að að því að klára rammaskipulagið í haust og þá getur deiliskipulagsvinna hafist á mismunandi reitum. Hún getur tekið mislangan tíma og fer eftir áherslum lóðahafa og einstaka hagsmunaaðila á svæðinu.

Björn segir að í rammaskipulagsvinnunni verði horft til þess að styrkja Skipholtið sem verslunar- og þjónustu götu. Tillagan sé ekki endanleg, hún hafi sína kosti og galla. 

Þversniðsmyndirnar sýna hvernig byggðin leggur sig.
Þversniðsmyndirnar sýna hvernig byggðin leggur sig. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK