Mun greiða meira en milljarð í skaðabætur

Forsíða Ashley Madison.
Forsíða Ashley Madison. AFP

Eigandi framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison hefur samþykkt að greiða 11,2 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur um 1.160 milljónum króna í skaðabætur vegna tölvuárásarinnar þegar að persónuupplýsingum notenda síðunnar var lekið fyrir tveimur árum. 

Árásin var gerð í júlí 2015 og voru persónuupplýsingar 33 milljón notenda birtar á netinu. Þar mátti sjá nöfn, heimilisföng, fæðingadaga og kynferðislegar langanir fólks. Fjölmargir notendur lögsóttu eiganda síðunnar, fyrirtækið Ruby Life, í kjölfarið.

Ruby Life hét Avid Dating Life þegar að lekinn kom upp en skipti í kjölfarið um nafn. Fyrirtækið lýsir sér sem „leiðtoga“ þegar það kemur að „opinni stefnumótaþjónustu“.

Í frétt BBC kemur fram að þeir sem stefndu fyrirtækinu hafi samþykkt skaðabæturnar til þess að forðast „óöryggi, kostnað og óþægindi“ við það að halda málaferlunum áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK