Skattaafsláttur væri skynsamlegur

Að mati SA myndi aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði efla …
Að mati SA myndi aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði efla atvinnulífið, leiða til ábata fyrir þá sem fjárfesta, auk þess sem hagur fyrirtækja og ríkissjóðs myndi batna mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það væri skynsamlegt af stjórnvöldum að hvetja almenning til þátttöku í atvinnurekstri með því að veita einstaklingum skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa að mati Samtaka atvinnulífsins. Aukin þátttaka almennings myndi efla atvinnulífið, leiða til ábata fyrir þá sem fjárfesta, auk þess sem hagur fyrirtækja og ríkissjóðs myndi batna að mati SA.

Þetta kemur fram í pistli á vef samtakanna.

Þar er bent á að fyrir síðustu aldamót var um hríð hvatt til þátttöku almennings í atvinnulífinu með því að kaup á hlut í hlutafélögum, sem uppfylltu tiltekin skilyrði, veittu rétt til skattaafsláttar upp að ákveðnu marki. „Þetta varð til þess að fjölmargir einstaklingar nýttu þennan rétt og eftirspurn eftir bréfum í almenningshlutafélögum jókst mikið. Þetta hjálpaði við að leggja öflugan grunn að hlutabréfamarkaði hér á landi sem áður hafði verið takmarkaður. Á þessum tíma fjölgaði einnig verulega þeim félögum sem skráð voru á markað,“ segir í pistlinum.

„Ekki þarf að orðlengja að við efnahagshrunið 2008 varð stór hluti skráðra hlutabréfa verðlítill og að frá þeim tíma hefur almenningur haldið að mestu að sér höndum á þessum markaði, þrátt fyrir að skráðum félögum hafi fjölgað og verðmæti þeirra aukist gríðarlega. En um leið hefur hagur fólks almennt batnað, eignir aukist og skuldir minnkað.“

Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Nasdaq Iceland, fjallaði um þessi mál í Vísbendingu - vikuriti um viðskipti og efnahagsmál sem út kom 29. júní síðastliðinn. Magnús benti m.a. á sænsku leiðina sem fjallað er um hér að ofan og gæti reynst Íslendingum einnig vel. Þá var rætt við Magnús í Morgunblaðinu í síðustu viku þar sem m.a. kom fram að frá árinu 2012 hafa 1,8 millj­ón­ir Svía fjár­fest fyr­ir 450 millj­arða sænskra króna á hlutabréfamarkaði.

„Þrátt fyrir að nýlega hafi verið sett lagaákvæði hér á landi sem heimila einstaklingum ákveðinn afslátt frá tekjuskatti við tiltekin kaup hlutabréfa í fyrirtækjum sem uppfylla þröng skilyrði hafa áhrifin orðið takmörkuð. Samtök atvinnulífsins eru þess fullviss að stjórnvöld vilji bæta þar úr enda um sameiginlega hagsmuni fólks, fyrirtækja og stjórnvalda að ræða,“ segir í pistli SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK