Hagar hafa lækkað um 3,9%

Hagar hafa lækkað um 3,9% í Kauphöllinni frá því að markaðir opnuðu í morgun en í gær var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hafi hafnað kaupum félagsins á Lyfju. Gengi bréfa Haga stendur nú í 37,6 krónum.

Önnur félög hafa lækkað í Kauphöllinni í dag, þar á meðal N1 um 2,14% og Fjarskipti um 1,3%.

Skeljungur, sem á sunnudaginn greindi frá því að ekki yrði af kaupum félagsins á Basko, sem á m.a. verslanir 10-11 og Iceland, hefur lækkað um 0,7% það sem af er degi.

17. nóvember í fyrra tilkynntu Hagar um kaup á öllu hlutafé í Lyfju. Kaupin voru þó háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

 „Niðurstaðan er von­brigði og mun fé­lagið taka hana til sér­stakr­ar skoðunar næstu daga. Þá ber að árétta að Hag­ar höfðu ekki tekið við rekstri Lyfju og mun ákvörðunin því ekki hafa áhrif á áður birt reikn­ings­skil fé­lags­ins,“ sagði í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK