Telja jafnvægi verða komið á íbúðamarkaðinn 2019

Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að íbúðafjárfesting vaxi um 25% nú …
Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að íbúðafjárfesting vaxi um 25% nú í ár, 16% á næsta ári, og 9% 2019. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gangi spár Íslandsbanka eftir verður þokkalegt jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði komið á árið 2019, segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í Morgunblaðinu í dag.

Í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka fram til ársins 2019 segir að fjárfesting í íbúðarhúsnæði hafi tekið mikinn kipp á síðasta ári eftir að hafa verið í lægð allt frá lokum síðasta áratugar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um húsnæðismakraðinn í Morunglbðainu í dag.

„Vöxturinn nam rúmum þriðjungi, og var hann hraðari á seinni helmingi ársins en þeim fyrri. Margir þættir ýta undir íbúðafjárfestingu um þessar mundir. Kaupmáttur heimilanna hefur aukist hröðum skrefum og fjárhagsleg staða þeirra styrkst, lánskjör hafa batnað og fólksfjölgun hefur verið allhröð. Í kjölfarið hefur raunverð íbúðarhúsnæðis hækkað hratt,“ segir í þjóðhagsspánni.

Spáin gerir ráð fyrir að íbúðafjárfesting muni vaxa um 25% nú í ár, 16% á næsta ári, og 9% árið 2019.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK