Umdeildur bankastjóri myrtur

Blesa hafði verið dæmdur í sex ára fangelsi.
Blesa hafði verið dæmdur í sex ára fangelsi. AFP

Miguel Blesa, sem var eitt sinn bankastjóri spænska bankans Caja Madrid, fannst látinn í veiðihúsi í Córdoba á Suður-Spáni í morgun. Hann hafði verið skotinn í bringuna.

Blesa átti yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm vegna kreditkortasvika en hafði áfrýjað dómnum. Að sögn spænska dagblaðsins El País var Blesa að snæða morgunverð með vinum sínum í veiðihúsinu þegar hann sagðist þurfa fara í bílskúr og færa þar bíl. Síðar fannst hann látinn með skotsár á bringunni.

Samkvæmt frétt BBC var litið á Blesa sem tákn fyrir þær öfgar sem leiddu til fjármálahrunsins 2008.

Málið sem Blesa hafði verið dæmdur fyrir snýr að svokölluðum „svörtum kreditkortum“ sem  hann og aðrir stjórnendur og stjórnarmenn Caja Madrid fengu og gátu með þeim eytt eins miklu og þeir vildu, en alls eyddu þeir 12 milljónum evra á árunum 2003 til 2012. Caja Madrid, sem heitir núna Bankia, var bjargað af spænskum skattgreiðendum árið 2012 og þjóðnýttur. 

Þá hafði Blesa eytt 436.700 evrum með kortinu, þar af 10.000 evrum í vín. Einnig eyddi hann miklum fjárhæðum í veiðiferðir til Afríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK