Vilja að FME endurskoði tilmælin

Í sameiginlegu bréfi ASÍ og SA sem sent var Fjármálaeftirlitinu í dag, lýsa samtökin því yfir að þau séu ósammála þeirri afstöðu FME að tilgreind séreign sé flytjanleg frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Samtökin vilja að FME endurskoði tilmælin til lífeyrissjóðanna.

Í fréttatilkynningu kemur fram að það sé mat samtakanna að þau hafi fulla heimild til að gera kjarasamning um tilgreinda séreign sem lúti öðrum reglum en ákvæðum lífeyrissjóðslaganna um séreign hvað varðar vörsluaðila, ávöxtun og útgreiðslu.

Ennfremur að samtökin hafi gert kjarasamning um að réttur launamanns til að ráðstafa hækkun iðgjalds í tilgreinda séreign snúi að þeim lífeyrissjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar.

Bréfið í heild má sjá hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK