Yfirmaður hjá Icelandair til rannsóknar hjá FME

Rannsókin er sögð beinast að viðskiptum með bréf í félaginu …
Rannsókin er sögð beinast að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að afkomuspá Icelandair var lækkuð um 30% fyrr á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Yfirmaður hjá Icelandair var sendur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintum brotum á lögum um verðbréfaviðskipti. Fjallað er um málið í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, sem segir rannsóknina beinast að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að afkomuspá Icelandair var lækkuð um 30% fyrr á þessu ári.

Icelandair er sagt hafa staðfest að félagið hafi í lok maí verið upplýst um að starfsmaðurinn hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. „Viðkomandi starfsmaður fór þá strax í leyfi frá störfum sínum og verður þar til rannsókninni lýkur,“ segir í skriflegu svari Icelandair.

Félagið segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK